Lækjarmelur 1-9, Kjalarnesi

Um eignina

Esjumelar eru framtíðar atvinnu- og iðnaðarsvæði á höfuðborgarsvæðinu. Lóðin Lækjarmelur 1-9 er stærsta lóðin á Esjumelum og sú best staðsetta. Hún liggur meðfram Vesturlandsveginum. Munu byggingar sem rísa á lóðinni verða andlit hverfisins og því mjög sýnilegar og með mikið auglýsingagildi.

Atvinnustarfsemi mun aukast á svæðinu vegna þéttingar byggðar og breyttrar nýtingu á núverandi atvinnu- og iðnaðarhverfum á höfuðborgarsvæðinu. 

Frekari upplýsingar á fyrirspurn@heild.is.

Helstu upplýsingar

  • Lóðin er 34.312 fm
  • Leyfilegt byggingarmagn er 20.587 fm
  • Gatnagerðargjöld greidd að hluta