Þróunarsvæði á Ártúnshöfða

Um verkefnið

Mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis er fyrirhuguð á Ártúnshöfða á næstu misserum. Fjöldi íbúða mun koma fram í deilsipskipulagi. HEILD fasteignafélag hf. er eigandi 4,6 hektara lóðar við Þórðarhöfða og er líklegt að byggðar verði 500-600 íbúðir á lóð HEILDAR. Fjöldi íbúða mun ráðast í deiliskipulagi.

Á lóðinni standa nú 12 braggar en talið er að breski herinn hafi byggt þá. Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar (áður Áhaldahús Reykjavíkur) notaðist lengst af við lóðina, en Vélamiðstöðin annaðist þjónustu fyrir bæjarverkfræðing, Hitaveitu, Rafmagnsveitu og Vatnsveitu Reykjavíkur.

600-700
íbúðir
75.000
fm. byggingarmagn
2017
deiliskipulag
2018
uppbygging hefst

Skipulagið

Reykjavíkurborg hefur látið vinna rammaskipulag á Ártúnshöfða. Í skipulaginu er gert ráð fyrir mikilli breytingu á svæðinu. Að stærstum hluta er um að ræða land sem þegar hefur verið raskað, athafnasvæði sem gengur í endurnýjun og umbreytist í blandaða byggð. Þannig er gert ráð fyrir að grófari iðnaður víki og í staðinn verði byggðar 5.100-5.600 íbúðir og 200-300 þúsund fermetrar af atvinnuhúsnæði.

Áætlað er að deiliskipulag verði tilbúið haustið 2017 og að uppbygging geti hafist á fyrri hluta ársins 2018.

Reykjavíkurborg, Klasi og Heild fasteignafélag hafa undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu á svæðinu. Samtals ráða þessir þrír aðilar yfir tæplega 300 þúsund fermetra svæði sem skamman tíma tekur að gera byggingarhæft.

Á svæðinu eru þegar komnir mikilvægir innviðir. Á Bíldshöfða 9 opnar í vor verslunarmiðstöð. Á efri hæðinni verður heilsugæslustöð, læknastöð, röntgenrannsóknir og heilsurækt. Á neðri hæðinni verður m.a. matvöruverslun og apótek.

Borgarlína

Aðalsamgönguæðarnar í hverfinu verða á Stórhöfða, Bíldshöfða og Breiðhöfða. Á Stórhöfða er gert ráð fyrir svokallaðri Borgarlínu. Hugmyndin er að Borgarlína verði farvegur léttlestar eða hraðstrætisvagna, sem ferðast í eigin umferðarrými, auk hefðbundinna strætisvagna. Biðstöðvar eru fáar og markvisst staðsettar, og í nágrenni þeirra mun rísa þétt byggð með háu þjónustustigi hvað verslun, samfélagsþjónustu, menningu og afþreyingu varðar.

Frekari upplýsingar á fyrirspurn@heild.is.